Einfaldaðu stafræna ferla og Form

Stundum þvælast form og eyðublöð á pappírsformi fyrir og hafa neikvæð áhrif á upplifun viðskiptavina. Taktikal býður stafræna lausn þar sem auðvelt er fyrir viðskiptavini að fara í gegnum ferla, fylla einungis út umbeðna reiti og senda inn allar nauðsynlegar upplýsingar á einu bretti.  Engin hætta er á að reitir gleymist og vinna sparast fyrir starfsfólk við móttöku og yfirferð upplýsinga.

Hentar vel fyrir

Móttöku nýrra viðskiptavina
Umsóknir um reikningsviðskipti
KYC og AML ferla
Ferla fyrir aðgangsstýringar
Umsóknir um þjónustu
Undirritun ráðningarsamninga
Ferla sem krefjast greiðslu
Ferla sem krefjast auðkenningar

Settu upp ferla án forritunar

Taktikal Drop & Sign user interface

Með SmartFlows er hægt að setja upp ferla og uppfylla strangt regluverk án þess að þurfa að fjárfesta í tímafrekum forritunarverkefnum. Auðvelt er að setja upp sjálfvirkar aðgerðir eins og að sækja upplýsingar til þriðja aðila, stýra því hvaða spurningar birtast út frá svörum í fyrri spurningum og tilgreina á einum staða alla þá aðila sem eiga að fá skjöl til undirritunar. Einnig er hægt að staðfesta kortaupplýsingar viðskiptavina í ferlum sem krefjast greiðslu.

Taktikal býður heildstæða lausn sem gerir þér kleift að hanna form og eyðublöð og styðja við fjölmargar tegundir ferla, hvort sem þeir krefjast undirritunar eða ekki.

byrjaðu á nokkrum mínútum, aðlagaðu eftir þörfum

Taktikal Drop & Sign user interface

Með innbyggðum sniðmátum í SmartFlows er hægt á stuttum tíma að setja upp eigin ferla. Bæta má við eða breyta skrefum í sniðmátunum á einfaldan hátt. Einnig er hægt að setja upp ferli frá grunni ef það hentar betur. Öll sniðmát uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru auðveld í uppsetningu.

Skref í ferlum er hægt að aðlaga hvenær sem er. Ef breyting verður á reglugerð eða nýjar kröfur koma upp, þá er lítið mál að fara inn í ferlin og aðlaga. Þannig fæst sveigjanleiki og hægt að bregðast hratt við breytingum án þess að fórna öryggi.

Hvernig virka SmartFlows?

Taktikal Drop & Sign user interface

Þegar SmartFlows ferli er tilbúið má setja ferlið beint inn á vefsíðu þannig að viðskiptavinir geti hafið sitt ferli sjálfir þegar þeim hentar. Einnig er hægt að velja að senda ferli af stað handvirkt og senda með tölvupósti, allt eftir þörfum hvers og eins.

Með SmartFlows safnast öll nauðsynleg gögn í einu ferli og  gögnin koma tilbaka á því formi sem hentar, hvort sem það er á tölvupósti eða beint inn í þau kerfi sem nýtt eru í samskiptum við viðskiptavini. Fjölbreyttar tegundir undirritana eru í boði þannig að réttir aðilar skrifi undir tilbúin skjöl í réttri röð.

Auðvelt í uppsetningu

Með SmartFlows er hægt að setja upp upp örugga, stafræna ferla án þess að fara í dýr og tímafrek innleiðingarverkefni. Aðeins tekur nokkrar mínútur að setja upp ferla út frá sniðmátum sem má svo aðlaga eftir þörfum. Við hjálpum þér að fylgja reglum og uppfylla kröfur.

Skilvirk skref fyrir notendur

Með skilyrtum reitum er hægt að stýra ferlum með hvað/ef aðferðum og þar með ákvarða hvaða upplýsingar eða spurningar birtast næst út frá svörum í fyrri spurningum. Skilyrtir reitir í flæðum nýtast einnig til þess að stýra því hvaða texti birtist í lokaútgáfu skjals.

Engin þörf á pappír lengur

Nýttu SmartFlows til þess að sjálfvirknivæða ferla og draga úr óþarfa skrefum. Settu ný ferli sjálfkrafa af stað þegar SmartFlows ferli hefur verið klárað og skjal undirritað. Margvíslegar innbyggðar tengingar eru í boði.

Tengdu við innri kerfi

Stilltu afhendingarmáta eins og hentar þér best. Sendu öll skjöl í tölvupósti eða nýttu sjálfvirkni til að senda skjöl beint í CRM kerfi með webhooks. Auðveldlega er hægt að sjá yfirlit yfir öll webhooks í notkun og stilla og stýra eins og þarf.

Previous Slide
Next Slide
smartflows Taktikal

Orkusalan styttir afgreiðslutíma með Taktikal

Bætt þjónusta og einfaldari ferlar með TaktikalOrkusalan býður viðskiptavinum sínum að velja á heimasíðu Orkusölunnar þá orkuleið sem hentar þeim best. Frá heimasíðunni geta þeir komið í viðskipti á einungis tveimur mínútum með því að fylla út nauðsynlegar upplýsingar og undirrita rafrænt. Til þess nýtir Orkusalan SmartFlows frá Taktikal og fækkar þannig ekki bara skrefum fyrir viðskiptavini sína heldur einfaldar líka innri ferla.

Bókaðu kynningarfund

Taktikal Drop & Sign user interface

Á kynningarfundi förum við yfir stöðuna eins og hún er hjá þínu fyrirtæki í dag og ræðum þær áskoranir sem þitt fyrirtæki stendur frammi fyrir. Söluteymið okkar tekur vel á móti þér — án skuldbindinga — bara opið samtal um hvernig Taktikal getur stutt við ykkar ferla.

Bóka fund

samþættu við þín eigin kerfi

An illustration of a workflow.

Auðvelt er að tengja Taktikal við þær lausnir sem eru nú þegar í tækniumhverfi þínu. Sveigjanlegt API, fjölbreyttir webhooks og innbyggðir sjálfvirkir ferlar tryggja að hægt er að aðlaga Taktikal án þess að leggja í tímafrek forritunarverkefni. Þannig einfaldast skrefin fyrir starfsfólk og ekki þarf að flækja innri ferla.

AUÐVELDar SAMÞÆTTINGar

Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.

Hægt er að senda ferla af stað í undirritun beint úr eigin kerfum og þegar undirritun er lokið er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.

var request = require('request');
var options = {
  'method': 'POST',
  'url': 'TAKTIKAL_API_URL',
  'headers': {
    'Content-Type': 'application/json',
    'Authorization': 'TAKTIKAL_API_KEY'
  },
  body: JSON.stringify({
    "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
    "createSignees": [
      {
        "name": "John Doe",
        "email": "John@taktikal.com",
        "communicationDeliveryType": "email",
        "SignatureType": "ClickToSign"
      }
    ]
  })

};
request(options, function (error, response) {
  if (error) throw new Error(error);
  console.log(response.body);
});
import http.client
import json

conn = http.client.HTTPSConnection("TAKTIKAL_API_URL")
payload = json.dumps({
  "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
  "createSignees": [
    {
      "name": "John Doe",
      "email": "John@taktikal.com",
      "communicationDeliveryType": "email",
      "SignatureType": "ClickToSign"
    }
  ]
})
headers = {
  'Content-Type': 'application/json',
  'Authorization': 'TAKTIKAL_API_KEY'
}
conn.request("POST", "TAKTIKAL_API_URL", payload, headers)
res = conn.getresponse()
data = res.read()
print(data.decode("utf-8"))
curl 
--location 'TAKTIKAL_API_URL' \
--header 'Content-Type: application/json' \
--header 'Authorization: TAKTIKAL_API_KEY' \
--data-raw '{
  "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
  "createSignees": [
    {
      "name": "John Doe",
      "email": "John@taktikal.com",
      "communicationDeliveryType": "email",
      "SignatureType": "ClickToSign"
    }
  ]
}'

Öryggi og traust með Taktikal

Taktikal Drop & Sign user interface

Taktikal er með ISO 27001 vottun og með SmartFlows má setja upp stafræna ferla sem samræmast AML, FATCA, CRS og MiFID reglugerðum. Hægt er að merkja flæðin sínu fyrirtæki og vista þau á eigin vefslóð til þess að samræma upplifun viðskiptavina. Einnig er auðvelt að setja upp og stýra því hverjir hafa aðgang að Taktikal og þannig tryggja gagnaöryggi.

T plús fann hugarró með taktikal

T plús var í leit að tæknilausnum sem gætu einfaldað reksturinn, tryggt áreiðanleika og stuðlað að framtíðar skalanleika. Þau völdu að nýta Taktikal SmartFlows til þess að tryggja öryggi stafrænna ferla hjá sér, t.d. fyrir áreiðanleikakannanir. Mikill tímasparnaður fylgdi nýju lausninni en mestu munaði þó um að öðlast hugarró.

image profile
Send Email

Þórleifur Stefán Björnsson

framkvæmdastjóri

Algengar spurningar

View faq
Hvernig er SmartFlow hannað?
View faq
Hvernig opnar viðskiptavinur flæði?
View faq
Hvernig undirritanir eru í boði?
View faq
Hvernig fæ ég gögnin afhent?
View faq
Get ég séð stöðuna á ferlum sem búið er að senda?