Tryggðu heilleika skjala með rafrænum innsiglunum
Við kynnum rafrænar innsiglanir
Með rafrænum innsiglunum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt uppruna og heilleika skjala á öruggan hátt með rafrænum hætti. Innsiglanir Taktikal innihalda að auki tímastimpil frá vottuðum EU tímaþjóni (Qualified TSA). Innsiglunarþjónustu má nálgast í gegnum vefgátt Taktikal eða API vefþjónustu.
hentar vel fyrir
hvernig virka rafrænar innsiglanir?
Finndu skjalið sem þú vilt innsigla og dragðu það yfir á þjónustuvefinn með drag & drop virkni eða nýttu vefþjónustur til að senda skjalið í innsiglun.
Skjalið er samstundis tímastimplað og innsiglað með merki þíns fyrirtækis.
Vistaðu innsiglaða skjalið í skjalakerfinu þínu. Ef vefþjónustur eru notaðar getur skjalið ratað sjálfkrafa á réttan stað í skjalakerfinu.
Rafrænar innsiglanir í hnotskurn
Rafræn innsiglun er einskonar stafrænt ígildi stimpils sem settur er á skjal til að staðfesta uppruna þess og tryggja heilleika skjalsins. Innsiglun notar skilríki lögaðilans sem inniheldur kennitölu lögaðilans, t.d. stofnunar eða fyrirtækis til að innsigla skjalið. Rafræna innsiglið tengist því lögaðila, en ekki persónu líkt og þegar um rafrænar undirskriftir einstaklinga er að ræða
Auðveld og þægileg samþætting
Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.
Hægt er að senda skjöl í innsiglun beint úr eigin kerfum og eftir innsiglun er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.
Tilbúnar samþættingar við
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
11.000+
3 mínútur
98%
Tölum saman um verkferlana þína
Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.
Tölum um hvernig lausnirnar okkar geta mætt þínum þörfum.