Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun
við kynnum
drop & Sign
Drop & Sign er einföld leið sem hentar fyrir öll PDF skjöl sem eru klár til undirritunar og búið er að fylla út. Helstu kostir eru þeir að undirritendur þurfa hvergi að skrá sig og Taktikal geymir ekki skjölin nema meðan á undirritunarferli stendur.
Drop & Sign er hannað fyrir aðstæður þar sem þarf undirritun með hraði. Lausnin styður einnig við undirritun skjalabunka, undirritun í ákveðinni röð og undirritun með Auðkennis appinu.
HENTAR vel fyrir
Hvernig virkar drop & Sign?
Tilbúið PDF skjal er valið og dregið inn í Drop & sign. Hægt er að senda mörg skjöl í einu.
Viðtakandi/viðtakendur eru valdir úr lista af þekktum viðtakendum eða nýr viðtakandi stofnaður með því að skrá tengiliðaupplýsingar hans.
Skjalið er sent til undirritunar annað hvort í tölvupósti eða með smsi. Hægt er að skrifa skilaboð eða skrá tilvísunarnúmer sem fylgir tilkynningunni.
Viðtakandinn ýtir á hnapp í undirritunarbeiðninni, skoðar skjalið og undirritar rafrænt. Viðtakandinn þarf ekki að vera með aðgang hjá Taktikal til að undirrita skjöl. Öll undirrituð skjöl eru tímastimpluð við undirritun með vottuðum tímastimpli.
Hentar fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila
Með Fullgildum, Advanced og Standard undirskriftum er hægt að senda skjöl í undirritun jafnt til innlendra sem erlendra aðila. Hægt er að blanda saman mismunandi undirritunartegundum á sama skjalið.
Fullgildar undirskriftir (QES) nota undirritunarþjónustu (rafræn skilríki) Auðkennis sem er á traustlista Evrópusambandsins fyrir undirskriftir. Fullgildar undirskriftir eru jafngildar handrituðum undirskriftum samkvæmt lögum nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti sem tóku gildi 1. janúar 2020.
Með Advanced undirskrift er skilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini nýtt til að auðkenna notandann í stað rafrænna skilríkja. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir samninga með hátt áhættustig eða verulegar fjárhæðir. Advanced undirritanir styðja nú yfir 11.000 tegundir skilríkja gefin út af stjórnvöldum í yfir 230 löndum.
Standard undirskriftir gera mögulegt að safna lagalega gildum undirskriftum frá alþjóðlegum aðilum á einfaldan hátt. Tveggja þátta auðkenning með netfangi og farsíma tryggir að aðeins sá sem undirritunarbeiðnin var ætluð getur undirritað skjalið
Vinsælar Tengingar
Auðveld og þægileg samþætting
Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.
Hægt er að senda skjöl af stað í undirritun beint úr eigin kerfum og eftir undirritun er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.
Tilbúnar samþættingar við
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
11.000+
3 mínútur
98%
Tölum saman um verkferlana þína
Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.
Tölum um hvernig lausnirnar okkar geta mætt þínum þörfum.