Einfaldasta leiðin til að senda skjal í undirritun

Play/Pause
Skjal sent og undirritað með Drop & Sign

við kynnum
drop & Sign

Taktikal Drop & Sign user interface

Drop & Sign er einföld leið sem hentar fyrir öll PDF skjöl sem eru klár til undirritunar og búið er að fylla út. Helstu kostir eru þeir að undirritendur þurfa hvergi að skrá sig og Taktikal geymir ekki skjölin nema meðan á undirritunarferli stendur.



Drop & Sign er hannað fyrir aðstæður þar sem þarf undirritun með hraði. Lausnin styður einnig við undirritun skjalabunka, undirritun í ákveðinni röð og undirritun með Auðkennis appinu.

HENTAR vel fyrir

Samninga
Umboð
Ráðningarsamninga
Trúnaðarsamninga
Samþykki
Fundargerðir

Hvernig virkar drop & Sign?

View faq
1. Skjali hlaðið upp
View faq
2. Viðtakandi valinn
View faq
3. Sent á viðtakanda
View faq
4. Undirritað rafrænt

Hentar fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila

Taktikal Drop & Sign user interface

Með Fullgildum, Advanced og Standard undirskriftum er hægt að senda skjöl í undirritun jafnt til innlendra sem erlendra aðila. Hægt er að blanda saman mismunandi undirritunartegundum á sama skjalið.

Fullgildar undirskriftir (QES) nota undirritunarþjónustu (rafræn skilríki) Auðkennis sem er á traustlista Evrópusambandsins fyrir undirskriftir. Fullgildar undirskriftir eru jafngildar handrituðum undirskriftum samkvæmt lögum nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti sem tóku gildi 1. janúar 2020.

Með Advanced undirskrift er skilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini nýtt til að auðkenna notandann í stað rafrænna skilríkja. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir samninga með hátt áhættustig eða verulegar fjárhæðir. Advanced undirritanir styðja nú yfir 11.000 tegundir skilríkja gefin út af stjórnvöldum í yfir 230 löndum.

Standard undirskriftir gera mögulegt að safna lagalega gildum undirskriftum frá alþjóðlegum aðilum á einfaldan hátt. Tveggja þátta auðkenning með netfangi og farsíma tryggir að aðeins sá sem undirritunarbeiðnin var ætluð getur undirritað skjalið

Auðveld og þægileg samþætting

Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.

Hægt er að senda skjöl af stað í undirritun beint úr eigin kerfum og eftir undirritun er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.


var request = require('request');
var options = {
  'method': 'POST',
  'url': 'TAKTIKAL_API_URL',
  'headers': {
    'Content-Type': 'application/json',
    'Authorization': 'TAKTIKAL_API_KEY'
  },
  body: JSON.stringify({
    "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
    "createSignees": [
      {
        "name": "John Doe",
        "email": "John@taktikal.com",
        "communicationDeliveryType": "email",
        "SignatureType": "ClickToSign"
      }
    ]
  })

};
request(options, function (error, response) {
  if (error) throw new Error(error);
  console.log(response.body);
});

import http.client
import json

conn = http.client.HTTPSConnection("TAKTIKAL_API_URL")
payload = json.dumps({
  "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
  "createSignees": [
    {
      "name": "John Doe",
      "email": "John@taktikal.com",
      "communicationDeliveryType": "email",
      "SignatureType": "ClickToSign"
    }
  ]
})
headers = {
  'Content-Type': 'application/json',
  'Authorization': 'TAKTIKAL_API_KEY'
}
conn.request("POST", "TAKTIKAL_API_URL", payload, headers)
res = conn.getresponse()
data = res.read()
print(data.decode("utf-8"))

curl 
--location 'TAKTIKAL_API_URL' \
--header 'Content-Type: application/json' \
--header 'Authorization: TAKTIKAL_API_KEY' \
--data-raw '{
  "flowKey": "TAKTIKAL_FLOW_KEY",
  "createSignees": [
    {
      "name": "John Doe",
      "email": "John@taktikal.com",
      "communicationDeliveryType": "email",
      "SignatureType": "ClickToSign"
    }
  ]
}'

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

„Starfsfólk Orkusölunnar hefur átt mjög auðvelt með að tileinka sér lausnir Taktikal sem eru orðnar lykilþáttur í starfsemi félagsins, bæði gagnvart viðskiptavinum en einnig í innri starfsemi þess.“
Erling Ormar Vignisson
Þróunarstjóri stafrænna lausna, Orkusalan
„Taktikal gerir okkur kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á okkar viðskiptavinum með rafrænum hætti. Ferlið er einfalt og fljótvirkt og hefur gefist afar vel. Bæði við og viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna.“
Daði Kristjánsson
Framkvæmdastjóri, Viska Digital Assets
„Undirritunarlausnir Taktikal hafa stytt afgreiðslutíma félagsins umtalsvert. Í sumum tilfellum frá tveimur dögum niður í þrjár mínútur! Breytingin hefur einnig aukið skilvirkni hjá okkar starfsfólki.“
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Tæknistjóri, Vörður
„Innleiðingarferlið tók aðeins 1-2 daga og gekk framar vonum. Fyrir viðskiptavini okkar þýða þessar breytingar betri þjónustu og hraðari afgreiðslu auk þess sem uppfært rafrænt ferli auðveldar verulega vinnuna hjá starfsfólki.“
Fannar Ásgrímsson
Stefnumótun og viðskiptaþróun, Sjóvá
„Okkar mat er að lausnin hafi stutt mjög við mikla fjölgun félagsmanna sl. 12 mánuði, en yfir 95% félagsmanna sem gengið hafa í félagið sl. 12 mánuði hafa undirritað inngöngubeiðni rafrænt.“
Gunnar Páll Pálsson
Formaður, Félag lykilmanna
Previous testimonial
Next testimonial