Ýmis konar leiðir til að undirrita rafrænt
Kynntu þér Fullgildar undirskriftir
Fullgildar undirskriftir (QES) eru útfærðar samkvæmt tæknilegum kröfum um fullgildar undirritanir og nota undirritunarþjónustu Auðkennis sem er á traustlista Evrópusambandsins fyrir undirskriftir. Fullgildar undirskriftir eru jafngildar handrituðum undirskriftum samkvæmt lögum nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti sem tóku gildi 1. janúar 2020.
HENTAR vel fyrir
HVernig virka Fullgildar undirskriftir?
Notandi fær tölvupóst með hlekk á skjal til undirritunar og hefur undirskriftarferlið.
Undirritandinn undirritar skjalið með fullgildum rafrænum skilríkjum á símanum sínum eða í Auðkennis appinu.
Undirritað skjalið er afhent til sendandans með valmöguleika á að senda það beint í skjalakerfi og til undirritandans.
Uppfyllir strangar öryggiskröfur
Með fullgildum undirskriftum eru uppfylltar strangar öryggiskröfur um öruggan undirskriftarbúnað (SSCD - Secure Signature Creation Device) við útfærslu undirskriftar ásamt auðkenningu sem byggir á fullgildum rafrænum skilríkjum í samræmi við kröfur eIDAS.
Vottaður tímastimpill tryggir að undirritunartíminn er staðfestur af vottuðum tímaþjóni (Qualified TSA) og skjalið er hæft til langtímavarðveislu.
Að lokum er skjalið innsiglað til að tryggja að ekki er hægt að eiga við skjalið eftir undirritun.
kynntu þér advanced undirskriftir
Sterk auðkenning er grundvöllurinn að trausti í undirskriftum og samningum. Advanced undirskriftir bjóða upp á sterka auðkenningu undirritenda. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir samninga með hátt áhættustig eða verulegar fjárhæðir.
Með advanced undirritun er skilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini nýtt til að auðkenna notandann í stað rafrænna skilríkja. Advanced undirritanir styðja nú yfir 11.000 tegundir skilríkja gefin út af stjórnvöldum í yfir 230 löndum.
hentar vel fyrir
hvernig virka advanced undirskriftir?
Notandi fær tölvupóst með hlekk á skjal til undirritunar og hefur undirskriftarferlið. Notendavænt viðmót leiðir notandann í gegnum auðkenningarferlið á örfáum mínútum og lætur hann vita hvaða gögn hann þarf að hafa við höndina.
Undirritandinn tekur mynd af skilríkjunum sínum s.s. vegabréfi eða ökuskírteini. Sannprófanir eru framkvæmdar til að tryggja að skilríkið sé ekki falsað.
Undirritandinn tekur mynd af sjálfum sér í rauntíma. Sannprófanir eru framkvæmdar til að tryggja að einstaklingurinn á sjálfsmyndinni sé sá sami og á mynd skilríkisins.
Undirritandinn velur útlit undirskriftar og fær sendan kóða í sms til að ljúka undirritun.
Undirritað skjalið er afhent ásamt sönnunarskjali sem inniheldur upplýsingar um auðkenninguna ásamt ljósmyndum sem teknar voru í auðkenningarferlinu.
Undirritun með innbyggðri auðkenningu
Í færsluskrá má fylgjast með gangi auðkenningar - og undirritunarferilsins og senda áminningar um að ljúka undirritun.
Upplýsingar í sönnunarskjali:
Sönnunarskjalið er tengt við undirritaða skjalið með einkvæmu auðkenni og innsiglað til að tryggja heilleika gagnanna.
Einnig fylgja með ljósmyndirnar sem teknar voru í ferlinu, af einstaklingnum og skilríki viðkomandi.
kynntu þér standard undirskriftir
Standard undirskriftir gera það mögulegt að safna lagalega gildum undirskriftum frá einstaklingum sem eru ekki með rafræn skilríki á einfaldan hátt.
Standard undirskriftir nýta tölvupóst og símanúmer til að auðkenna undirritandann sem hentar einkar vel fyrir erlenda undirritendur.
Helstu kostir eru að ekki þarf lengur að vera með tvö kerfi til að senda á íslenska og erlenda undirritendur.
HENTAR vel fyrir
Hvernig virka standard undirskriftir?
Notandi fær tölvupóst með hlekk á skjal til undirritunar og hefur undirskriftarferlið.
Undirritandinn velur útlit undirskriftar og fær sendan kóða í sms til að ljúka undirritun.
Undirritað skjalið er afhent ásamt sönnunarskjali sem inniheldur upplýsingar um undirritunarferlið.
Helstu eiginleikar standard undirskrifta
Standard undirskriftir nýta tölvupóst og símanúmer til að staðfesta auðkenni undirritandans. Vottaður tímastimpill tryggir að undirritunartíminn er staðfestur af vottuðum tímaþjóni (Qualified TSA) og skjalið er hæft til langtímavarðveislu.
Að lokum er skjalið innsiglað til að tryggja að ekki er hægt að eiga við skjalið eftir undirritun.
Í færsluskrá má fylgjast með gangi auðkenningar - og undirritunarferilsins og senda áminningar um að ljúka undirritun. Hverri undirskrift fylgir sönnunarskjal sem er tengt við undirritaða skjalið með einkvæmu auðkenni og innsiglað til að tryggja heilleika gagnanna.
Auðveld og þægileg samþætting
Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.
Hægt er að senda skjöl af stað í undirritun beint úr eigin kerfum og eftir undirritun er hægt að fá skjölin og tengd lýsigögn sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.
Tilbúnar samþættingar við
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
11.000+
3 mínútur
98%
Tölum saman um verkferlana þína
Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.
Tölum um hvernig lausnirnar okkar geta mætt þínum þörfum.