Að vinna hjá Taktikal

Kynntu þér Taktikal

Við erum staðráðin í að skapa vinnumenningu og umhverfi sem dregur fram það besta í okkar starfsfólki og gerir Taktikal að frábærum vinnustað. Við leggjum mikið upp úr mikilvægi góðs jafnvægis á milli vinnu og einkalífs ásamt því að starfsfólk hafi sveigjanleika til að vinna heima þegar á þarf að halda.

Taktikal býr til sveigjanlegar og öruggar lausnir fyrir rafrænar traustþjónustur (rafrænar undirskriftir, auðkenningar, innsiglanir og aðra skjalaferla), reglufylgni og verkferli á sama tíma og við valdeflum viðskiptavini okkar til að vera stafrænar hetjur.

Grunngildi okkar

Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum
Við leggjum áherslu á samvinnu
Við treystum hvort öðru til að vinna verkin vel
Við höfum áhrif

Vinnuumhverfi Taktikal

Við leitumst við að skapa umhverfi sem stuðlar að framleiðni, sköpunargáfu og félagslegum samskiptum. Við vinnum í hljóðlátu vinnurými með þremur fundarherbergjum og allir starfsmenn fá að auki hágæða hljóðdempandi heyrnartól.

Við erum með kaffistofu með kaffivél, nasli og ísskáp sem er alltaf fullur af fjölbreyttum drykkjum, setustofu sem við notum fyrir leikjahlé (PS 5 og pílukast) sem og fundi og vinnustofur. Við erum líka með tvo sófa ef þig vantar power-nap.

hlunnindi

Greitt er fyrir nettengingu heima
Líkamsræktarstyrkur
Aðsendur matur í hádeginu (þ.m.t. vegan)
Sveigjanleiki varðandi fjarvinnu
Reglulegar starfsmannaskemmtanir og valdeflandi vinnustofur
Samkeppnishæf laun og starfsþróunarstyrkir
Leikjahlé, ótakmarkaðir drykkir og snarl

Jafnvægi vinnu og einkalífs

Við eigum okkur öll einkalíf utan vinnunnar. Það er okkur mikilvægt að starfsfólk okkar sé ánægt og heilbrigt bæði í vinnunni og heima. Þess vegna bjóðum við upp á fríðindi sem hvetja til góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu og erum einnig með sveigjanlega stefnu um vinnu að heiman.

Taktikal er alþjóðlegt fyrirtæki með skrifstofur í Reykjavík og í London. Við leitumst því við að tala ensku á vinnustaðnum til að tryggja opin samskipti á meðal starfsfólks.

Taktikal er þátttakandi í Jafnvægisvog FKA sem hefur það markmið að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi ásamt átaksverkefni Vertonets um að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni.

Hvað segir starfsfólkið okkar

“I am pleased to work at Taktikal, surrounded by a great team with a positive vibes that define our company culture. My everyday tasks varies a lot and that makes my work enjoyable and challenging at the same time.”
Eliska
Eliska
Hönnuður
“Mér finnst gaman að vinna hjá Taktikal. Andrúmsloftið er gott og það er gott jafnvægi á milli vinnu og leiks. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og að vaxa sem forritari.”
María
María
Forritari
“Vinnuumhverfið er mjög afslappað og skemmtilegt. Við getum unnið að heiman ef við viljum en mér finnst alltaf betra að mæta á skrifstofuna, sem segir mikið um teymið!”
Daniel
Daniel
Forritari

Laus Störf

Viðskiptastjóri

Við leitum að metnaðarfullum viðskiptastjóra (account manager) fyrir stafrænar lausnir Taktikal. Í þessu hlutverki munt þú gegna lykilhlutverki í að byggja upp viðskiptatengls og tryggja hnökralausa þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.

Markaðsstjóri

Við erum að leita að reyndum og fjölhæfum markaðsstjóra til að slást í hópinn okkar og leiða markaðsstarf okkar. Í þessu starfi munt þú vinna með fjölbreyttum hópi í því að koma lausnum Taktikal á framfæri hér heima og erlendis.