Fylltu út og undirritaðu PDF skjöl í vafranum

Play/Pause
Eyðublað fyllt út í Fill & Sign

við kynnum Fill & Sign

Taktikal Drop & Sign user interface

Með Fill & Sign lausninni geturðu tekið tilbúin PDF form, skilgreint innsláttarsvæði og birt þau á þínu vefsvæði. Viðskiptavinir geta þannig nálgast eyðublöðin á heimasíðunni þinni, fyllt þau út og undirritað rafrænt án aðkomu starfsmanna.

Að lokinni undirritun er skjalið sjálfkrafa afhent til fyrirtækisins í tölvupósti eða beint inn í skjalakerfið ásamt upplýsingum úr skjalinu. Taktikal býður upp á tengingar við helstu skjalakerfi sem gerir innleiðingu Fill & Sign hraða og einfalda. Einnig bjóðum við upp á sérsniðnar afhendingarlausnir fyrir önnur skjalakerfi.

Hentar vel fyrir

Eyðublöð
Umsóknir
Sjálfvirka samninga
Gagnaöflun
Staðfestingu auðkennis
Fylgni við regluverk

Hvernig virkar Fill & Sign?

View faq
1. Viðskiptavinur finnur skjal
View faq
2. Skjalið er útfyllt
View faq
3. Viðskiptavinur undirritar rafrænt
View faq
4. Skjalið afhent

fjölbreytt eyðublöð í sjálfsafgreiðslu

Taktikal Drop & Sign user interface

Fill & Sign hentar bæði fyrir innlenda aðila með Fullgildum undirskriftum og fyrir erlenda aðila með Standard undirskriftum.

Kerfið fellur einnig vel að ásýnd og útliti vefsvæða þjónustuaðila svo ekki þarf að senda viðskiptavini yfir á nýtt vefsvæði til að klára undirritun.

Hægt er að velja mismunandi tegundir innsláttar sem eru sannprófaðar fyrir innsendingu og skilgreina hvort reitir séu skilyrtir eða valkvæðir.

Innsláttartegundir

Texti
Netfang
Kennitala
Tala
Skilyrt val (radio)
Fjöldaval (checkbox)

Auðveld og þægileg samþætting

Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.

Hægt er að fá Fill & Sign skjölin og tengd lýsigögn og viðhengi sjálfkrafa afhent í eigin skjalakerfi.


const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

const taktikal = require("@taktikal/js-sdk");
const taktikal = taktikal({
	apiKey: "API_KEY",
	parentId: "veriff-root",
	onSession: function (err, response) {},
});
Taktikal.mount();

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

„Starfsfólk Orkusölunnar hefur átt mjög auðvelt með að tileinka sér lausnir Taktikal sem eru orðnar lykilþáttur í starfsemi félagsins, bæði gagnvart viðskiptavinum en einnig í innri starfsemi þess.“
Erling Ormar Vignisson
Þróunarstjóri stafrænna lausna, Orkusalan
„Taktikal gerir okkur kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á okkar viðskiptavinum með rafrænum hætti. Ferlið er einfalt og fljótvirkt og hefur gefist afar vel. Bæði við og viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna.“
Daði Kristjánsson
Framkvæmdastjóri, Viska Digital Assets
„Undirritunarlausnir Taktikal hafa stytt afgreiðslutíma félagsins umtalsvert. Í sumum tilfellum frá tveimur dögum niður í þrjár mínútur! Breytingin hefur einnig aukið skilvirkni hjá okkar starfsfólki.“
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Tæknistjóri, Vörður
„Innleiðingarferlið tók aðeins 1-2 daga og gekk framar vonum. Fyrir viðskiptavini okkar þýða þessar breytingar betri þjónustu og hraðari afgreiðslu auk þess sem uppfært rafrænt ferli auðveldar verulega vinnuna hjá starfsfólki.“
Fannar Ásgrímsson
Stefnumótun og viðskiptaþróun, Sjóvá
„Okkar mat er að lausnin hafi stutt mjög við mikla fjölgun félagsmanna sl. 12 mánuði, en yfir 95% félagsmanna sem gengið hafa í félagið sl. 12 mánuði hafa undirritað inngöngubeiðni rafrænt.“
Gunnar Páll Pálsson
Formaður, Félag lykilmanna
Previous testimonial
Next testimonial