einföld vefþjónusta fyrir öfluga undirritunarferla.
auðveldar samþættingar.
API vefþjónustuskil eru öflug leið til að byggja upp nýjar lausnir í eigin viðmóti og til að samþætta við þær lausnir sem þegar eru í rekstri.
Hægt er að senda skjöl í undirritun beint úr eigin kerfum og að undirritun lokinni má senda skjölin og viðhengi ásamt lýsigögnum sjálfkrafa til baka í skjalakerfi.
Tilbúnar samþættingar við
öflugur Api
Taktikal býður upp á Rest API forritunarskil og viðmót fyrir allar helstu aðgerðir fyrir allar vörur Taktikal í einum API.
Hægt er að senda skjöl í undirritun beint úr eigin kerfum og að undirritun lokinni má senda skjölin og viðhengi ásamt lýsigögnum sjálfkrafa til baka í skjalakerfi. Einnig má fylgjast með stöðu skjala í undirritunarferlinu og kalla eftir stöðum út frá kennitölum eða öðrum einkvæmum auðkennum.
Einfaldir webhooks
Taktikal býður einnig upp á afhendingu undirritaðra skjala með Webhooks.
Taktikal sendir POST beiðni á skráð URL þegar viðburður hefur átt sér stað með upplýsingum sem staðfestir að Taktikal sé sendandi gagnanna. Beiðnin inniheldur upplýsingar um undirritandann ásamt undirritaða skjalinu sem Base 64 streng og tilvísun í viðhengi með ferlinu.