Móttaka nýrra viðskiptavina stytt úr nokkrum dögum í nokkrar mínútur með Taktikal

Inkasso hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki við kröfustofnun og innheimtu. Þrátt fyrir að vera starfandi á sviði þar sem tækni skiptir æ meira máli, var ferlið til að taka á móti nýjum viðskiptavinum lengi vel handvirkt og tímafrekt.

„Við gátum verið 3-4 daga að koma nýjum kröfuhafa í loftið,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso. „Það þurfti að fylla út form, prenta þau út, skrifa undir, afrita gögn handvirkt í innri kerfi, sækja upplýsingar til utanaðkomandi aðila eins og t.d. bankanna. Og svo mögulega elta uppi villur sem gátu orðið til vegna mannlegra mistaka.“

Inkasso leggur mikla áherslu á upplifun viðskiptavina og greiðenda og hefur sett sér það markmið að vera leiðandi á því sviði. Ferlið fyrir nýja viðskiptavini þótti of seinlegt og flókið. Það þurfti að umbreyta ferlinu þannig að bæði nýir viðskiptavinir og starfsfólk Inkasso fengju straumlínulagaða og góða upplifun.

Viðmælendur okkar eru Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso, og Rakel Brá Siggeirsdóttir, verkefnastjóri innleiðinga hjá Inkasso. Þau brenna fyrir góðri upplifun viðskiptavina og nýta sér stafrænar lausnir þar sem hægt er. 

Taktikal lykillinn að árangursríkri innleiðingu

Lausnin kom í formi SmartFlows frá Taktikal. Inkasso setti upp stafræna ferla með Taktikal til að sjálfvirknivæða móttöku nýrra viðskiptavina og gera hana að fullu rafræna. Nú fer allt fram á netinu, allt frá innsendingu gagna til undirritunar. 

„Í dag tekur þetta mínútur. Við erum með ferli sem virkar nánast samstundis og það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkar kúnna sem vilja komast í loftið strax.“ - Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso

Öll skjalavinnsla og gagnaöflun fer fram rafrænt og í sjálfvirkum ferlum. Umsækjandi fyllir út ákveðnar upplýsingar, aðrar eru sóttar beint til þriðja aðila og allt er sjálfkrafa sett inn í innri kerfi hjá Inkasso. Tenging við þriðja aðila eins og banka stórminnkar þörfina á ítrekuðum samskiptum fram og tilb aka milli ólíkra aðila. Einnig dregur úr villuhættu og skilvirkni eykst með því að geta sett gögn sjálfkrafa inn í eigin kerfi Inkasso. Lausnir frá Taktikal eru einnig nýttar í innri ferlum eins og við undirritun ráðningasamninga og trúnaðaryfirlýsinga. Í umhverfi þar sem tími og mannafli eru takmörkuð, skiptir þetta öllu máli.

Sjálfbær innleiðing með lausnum Taktikal

„SmartFlows er klárlega uppáhaldslausnin mín,“ segir Rakel Brá, verkefnastjóri innleiðinga hjá Inkasso. „Við getum sjálf hannað ferlin, breytt þeim og aðlagað eftir þjónustuleiðum. Þetta er einfalt, notendavænt og gerir allt betra fyrir alla aðila.“

Inkasso nýtir rafrænar áreiðanleikakannanir og undirritanir frá Taktikal til að uppfylla strangar kröfur Fjármálaeftirlitsins. Slíkar kannanir eru mikilvægur þáttur í aðgerðum gegn peningaþvætti. 

„Áður vorum við að prenta, skanna og senda í tölvupósti og jafnvel keyra milli staða til að fá undirritanir. Nú er þetta bara sent út og klárað rafrænt.“ - Rakel Brá Siggeirsdóttir, verkefnastjóri innleiðinga.

Einfaldleiki sem skilar sér margfalt

„Það sem stendur upp úr er hvað þetta var einfalt að innleiða,“ segir Guðmundur. „Við höfum ekki mikið af tæknifólki og vildum lausn sem bara virkar. Þetta var ekki tæknilegt þrekvirki en árangurinn er gríðarlegur.“

„Það er rosalega notendavænt og gaman að geta farið sjálf inn í Taktikal og búið til nákvæmlega það ferli sem við þurfum,” segir Rakel Brá. “Það er líka mjög auðvelt að breyta og laga og bæta einhverju nýju við. Með Taktikal getum við gert þetta allt flottara og þægilegra fyrir alla sem koma að þessu. “

Niðurstaðan: þjónusta sem stenst væntingar 

Taktikal hjálpar Inkasso að standa við eigin markmið: að einfalda ferla, bæta upplifun og veita snögga þjónustu.

„Frá mínum bæjardyrum séð er það þessi breytta upplifun viðskiptavinarins sem mestu máli skiptir,“ segir Guðmundur. „Og þegar þú berð saman kostnað og ávinning, þá er þetta engin spurning.“

Viltu skoða hvernig Taktikal getur hjálpað þér að sjálfvirknivæða ferla? Sendu okkur línu og við höfum samband.