Stafrænar lausnir fyrir byggingarfulltrúa
við kynnum lausnir fyrir byggingar-fulltrúa
Taktikal býður upp á lausnir sem hafa verið sérhannaðar fyrir byggingariðnaðinn í samstarfi við sveitarfélögin. Allt frá því að meðhöndla og deila teikningum með nauðsynlegum aðilum og fá breytingar samþykktar yfir í að skrá byggingastjóra, hönnuði og iðnmeistara á verk og tryggja að viðeigandi réttindi séu til staðar. Með Taktikal geturðu fært þessa ferla alfarið á netið.
hentar vel fyrir
hvernig virka lausninar
Hönnuðir senda teikningar rafrænt til sveitarfélagsins og sveitarfélagið nýtir drag and drop virkni á þjónustuvefnum til að innsigla teikninguna á örfáum sekúndum. Teikningin er þá innsigluð með merki sveitarfélagsins, tímastimpluð og tilbúin til vistunar í skjalakerfi. Engin þörf á að prenta út eða skanna inn teikningar.
Með tilbúnum lausnum Taktikal sem hafa verið unnar í náinni samvinnu við sveitarfélög eru rafrænir ferlar, byggðir í samræmi við verkferla sveitarfélagsins og birtir á vefsíðu þess. Umsækjendur geta þá nálgast öll eyðublöð á einum stað, tilbúin til útfyllingar og undirritunar.
Safnaðu saman öllum teikningum, staðfestingum á ábyrgðartryggingu og öðrum skjölum rafrænt með eyðublöðum sem eru sérsniðin að þínum verkferlum. Öll gögn flæða svo sjálfvirkt í skjalavörslukerfið þitt.
Með sjálfvirkri uppflettingu í réttindagrunni HMS innan úr ferlum um skráningu byggingastjóra, hönnuða og iðnmeistara er tryggt að allir þeir sem skráðir eru á verk hafi viðeigandi réttindi, og starfsmenn sveitarfélagsins þurfa ekki að sannreyna réttindin.
Ekki er lengur ástæða til að bíða eftir að iðnaðarmenn sem eru á verkstað komist til að skrifa undir eyðublöð, þau geta skrifað undir hvar sem þau eru stödd og það sem meira er, þeir auðkenna sig fyrst til að tryggja að undirskriftin sé raunverulega þeirra.
Hættu að skanna inn teikningar
Hættu að meðhöndla stórar útprentaðar tölvuteikningar og taktu á móti teikningunum rafrænt og innsiglaðu þær rafrænt með tímastimpli til að tryggja rekjanleika.
Þörfin fyrir útprentaðar A1 teikningar hverfur með rafrænum innsiglunum skjala þar sem hver teikning er innsigluð með vottuðum tímastimpli, sem tekur burt öll vafamál um gildi teikninganna.
Auðveld og þægileg samþætting
Rest API vefþjónustan okkar er öflug leið til að byggja nýjar lausnir í þínu eigin viðmóti og samþætta við þær lausnir sem eru þegar í notkun.
Hægt er að senda skjöl og ferla af stað í undirritun eða innsiglun beint úr eigin kerfum og fá skjölin og tengd lýsigögn afhent sjálfkrafa til baka í skjalakerfið.
Tilbúnar samþættingar við
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
11.000+
3 mínútur
98%
Tölum saman um verkferlana þína
Smelltu inn upplýsingunum þínum og við svörum þér innan skamms.
Tölum um hvernig lausnirnar okkar geta mætt þínum þörfum.