Straumlínulögun á stafrænum ferlum og öruggum undirskriftum
Taktikal býður til morgunverðarfundar miðvikudaginn 12. nóvember 2025 kl. 09:00. Á fundinum verður kastljósinu beint að stafrænum leiðtogum sem hafa tekið forystu í stafrænum umbreytingum. Við fáum innsýn í hvernig fyrirtæki í fremstu röð hafa umbreytt fjölbreyttum ferlum í samspili við lausnir Taktikal. Einnig gægjumst við undir húddið og skoðum það allra nýjasta í Taktikal SmartFlows.

Með Taktikal SmartFlows fór Orkusalan út fyrir kassann og hámarkaði skilvirkni í ferlum sem krefjast meira en undirritunar.
Erling Vignisson
upplýsingatæknistjóri Orkusölunnar

Öryggi er lykilatriði hjá Rio Tinto, líka þegar kemur að þjálfun nýliða. Með Taktikal tókst að einfalda og tryggja ferla á öruggan hátt.
Halla Dóra Sigurgeirsdóttir
leiðtogi fræðslumála hjá Rio Tinto

Yngvi segir frá því hvernig KFC einfaldaði móttöku nýrra viðskiptavina allt frá umsókn um reikningsviðskipti til korts í símanum.
Yngvi Tómasson
framkvæmdastjóri hjá Passcreator
%202.webp)
Tinna kynnir nýja möguleika. Við kíkjum undir húddið og fáum innsýn í fjölbreytileika SmartFlows.
Tinna Hallbergsdóttir
CCO hjá Taktikal
Takmarkaður fjöldi sæta. Skráningar fara á biðlista þegar hámarksfjölda er náð.
Reikningur verður sendur á kennitölu fyrirtækis eftir fundinn.