Upplýsingaöryggi hefur ávallt verið forgangsmál hjá Taktikal og er það ómissandi hluti af starfsemi okkar. Frá upphafi höfum við ekki einungis lagt áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, heldur einnig að bjóða lausnir sem viðskiptavinir geta treyst á.
Af hverju að sækjast eftir ISO vottun?
ISO vottun er staðfesting þriðja aðila á því að stjórnkerfi fyrirtækis eða stofnunar uppfylli staðla viðkomandi vottunar. Í þessu tilviki hlaut Taktikal staðfestingu á því að hafa uppfyllt staðla ISO 27001 vottunarinnar sem snýr að upplýsingaöryggi. Staðallinn var uppfærður árið 2023 og Taktikal því að viðhalda upprunalegri vottun auk þess að uppfylla nýja staðla.
Með því að sækjast eftir og viðhalda ISO vottun undirstrikar Taktikal skuldbindingu sína við að tryggja upplýsingaöryggi í allri starfsemi sinni. Vottunarferlið hjálpar okkur að fylgja nýjustu stöðlum og venjum til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar.
Hvað þýðir ISO vottun fyrir Taktikal?
ISO vottun þýðir að við erum traustur félagi okkar viðskiptavina og samstarfsaðila á þeirra stafrænu vegferð. ISO vottun er ekki síður mikilvæg viðskiptavinum Taktikal enda mörg þeirra í geirum þar sem regluverk er mikið og strangar reglur gilda um upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga. Þau sækjast því eftir að eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki sem uppfylla ISO staðla.
Hvernig fylgjum við ISO stöðlum um upplýsingaöryggi?
Allt starfsfólk Taktikal tekur þátt í þjálfun og viðhaldi stjórnkerfa sem tryggja upplýsingaöryggi. Öryggi er eitt af lykilgildum okkar, og við sýnum það í verki með reglulegum úttektum, vönduðu vali á birgjum og tryggingu á háum uppitíma kerfa.
Grunnur ISO vottana er stöðugar umbætur og með því að viðhalda ISO vottun okkar og standast nýjustu kröfur erum við að skuldbinda okkur til að ávallt standa vörð um upplýsingaöryggi okkar og okkar viðskiptavina.