Við hjá Taktikal erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Keldunni og Viðskiptablaðinu fjórða árið í röð.
Viðurkenningin er aðeins veitt fyrirtækjum sem uppfylla ströng skilyrði um rekstur og fjárhagslegan stöðugleika: jákvæða afkomu, tekjur yfir 50 milljónir króna, eignir yfir 90 milljónir og eiginfjárhlutfall umfram 20%. Samkvæmt Keldunni eru aðeins um 2,6% fyrirtækja á Íslandi í þessum hópi.
Fyrir okkur er þessi viðurkenning staðfesting á því að vinnan sem lögð er í að byggja upp traustan rekstur skilar sér, ekki bara fyrir fyrirtækið sjálft, heldur fyrst og fremst fyrir viðskiptavini okkar. Með sterkum rekstri getum við tryggt að lausnirnar sem við bjóðum eru áreiðanlegar, öruggar og til framtíðar.
Í hjarta allra lausna Taktikal eru fjölbreyttar rafrænar undirritanir, en flaggskipið er Taktikal SmartFlows. Með SmartFlows geta fyrirtæki breytt hefðbundnum eyðublöðum og pappírsdrifnum ferlum í stafræna upplifun fyrir sína viðskiptavini. SmartFlows ferli er hægt að setja upp á örfáum mínútum, aðlaga eftir þörfum og gera aðgengileg í tölvupósti eða beint á vefsíðu. Viðskiptavinir geta þannig hafið ferlið hvenær sem þeim hentar. Ferli sem enda með undirritun er hægt að undirrita með eða án rafrænna skilríkja.
Við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til að halda áfram að þróa lausnir sem gera rekstur viðskiptavina okkar einfaldari, skilvirkari og öruggari.
Kynntu þér Taktikal og bókaðu kynningarfund
.jpg)