Taktikal endurnýjar ISO 27001 vottun

Það er okkur afar ánægjulegt að tilkynna að Taktikal hefur hlotið endurnýjaða ISO 27001 vottun. Vottunin er staðfesting þriðja aðila á því að við uppfyllum strangar kröfur um upplýsingaöryggi og endurspeglar þá skuldbindingu sem Taktikal hefur gagnvart öryggi gagna viðskiptavina sinna.

Hvað felst í ISO 27001?

ISO 27001 vottun sýnir að fyrirtæki hafi sett upp stjórnkerfi fyrir upplýsingaöryggi, framkvæmt áhættumat og innleitt viðeigandi ráðstafanir til að verja gögn. Hún byggir á tveimur stoðum:

  • að aðgerðir séu sniðnar að aðstæðum hvers fyrirtækis

  • að ferlar séu stöðugt betrumbættir

Þannig er tryggt að fyrirtæki bregðist hratt við nýjum hættum og þróun í stafrænu umhverfi.

Skuldbinding í verki

Frá því að Taktikal hlaut fyrst vottun hefur teymið stöðugt unnið að því að styrkja stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Við höfum þjálfað starfsfólk, kortlagt nýjar áhættur og betrumbætt ferla þar sem þess hefur verið þörf. Endurvottunin staðfestir að við stöndum fast við þá skuldbindingu okkar að tryggja traust og áreiðanleika í stafrænum ferlum viðskiptavina.

Netöryggisstyrkur Eyvarar

Við höfum jafnframt sýnt skuldbindingu okkar með því að sækja um og hljóta netöryggisstyrk frá Eyvör, en Eyvör er hæfnisetur í netöryggi rekið af íslenskum stjórnvöldum sem Rannís heldur utan um. Styrkurinn gerði okkur kleift að efla þjálfun starfsfólks og styrkja innviði til að mæta fjölbreyttum netógnunum. Með því erum við vel í stakk búin til að takast á við síbreytilegar áskoranir á sviði netöryggis.

Af hverju ættu fleiri að huga að ISO 27001?

Öll fyrirtæki sem vinna með viðkvæm gögn ættu að íhuga ISO 27001, jafnvel þótt það sé ekki krafa í þeirra atvinnugrein. Ferlið sjálft skilar miklu enda hjálpar það til við að skapa yfirsýn, bæta ferla og styrkja traust.

Heillaráð fyrir fyrirtæki sem eru að taka fyrstu skrefin:
  • Leitið ráða hjá þeim sem hafa gengið í gegnum ferlið áður

  • Nýtið verkfæri og sniðmát til að skapa yfirsýn og einfalda skjölun

  • Tryggið stuðning allra hagaðila svo verkefnið fái þann forgang sem það þarfnast

  • Ráðfærið ykkur við sérfræðinga í ferlum og upplýsingaöryggi þar sem þörf krefur

  • Gerið ferlið að jákvæðum hluta af fyrirtækjamenningu

Áframhaldandi forgangur

Upplýsingaöryggi er órjúfanlegur hluti af starfsemi Taktikal. Frá fyrsta degi höfum við lagt áherslu á að veita lausnir sem einfalda ferla og standast strangar kröfur um öryggi og áreiðanleika. Endurnýjuð vottun staðfestir að við erum traustur samstarfsaðili á stafrænni vegferð viðskiptavina okkar.

CTA: Viltu prófa lausnir Taktikal fyrir trausta og örugga rafræna ferla? Þú getur prófað lausnir Taktikal frítt í 30 daga.