Taktikal bætir við stuðningi fyrir Auðkennisappið

Lausnir Taktikal styðja nú við notkun á Auðkennisappinu.

Undirritendur sem eru með íslenska kennitölu geta því framkvæmt fullgildar rafrænar undirskriftir með Auðkennisappinu án þess að vera með rafræn skilríki í síma.

Þegar skjal er sent til undirritunar með lausn Taktikal mun lausnin sjálfkrafa meta út frá kennitölu viðtakenda hvaða auðkenningarmöguleikar eru í boði og birta möguleikann á að nota Auðkennisappið ef viðkomandi er ekki með rafræn skilríki á símkorti.

Appið er gjaldfrjálst og hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Með því að uppfæra í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er notendum kleift að virkja rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu - hvar sem er í heiminum.

Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum og þarf viðkomandi að: - Hafa náð 18 ára aldri - Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi - Hafa gilt íslenskt vegabréf

Hægt er að sækja Auðkennisappið í App Store eða Google Play og virkja rafræn skilríki með lífkennum á síma eða í snjalltæki.

Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður geta undirritendur notað Auðkennisappið til að skrifa undir með rafrænum hætti skjöl sem berast með lausn Taktikal.

Stuðningur fyrir Auðkennisappið eykur aðgengi að rafrænum undirskriftum fyrir einstaklinga sem ekki hafa rafræn skilríki í síma eða eru staðsettir erlendis.