Sem bókari þarftu að hafa allt á hreinu. Skatturinn krefst forms og undirritana og lögum um löggilta bókara fylgja strangar kröfur. Þú þarft að geta treyst viðskiptavinum þínum og unnið hratt og vel fyrir þeirra hönd. Enda getur það orðið dýrt ef eitthvað fer úrskeiðis.
Einfaldari ferlar með Taktikal
Með Taktikal getur þú sinnt ólíkum verkefnum á einum stað:
- Fengið undirritaða ársreikninga og skjöl fyrir Skattinn
- Tekið á móti nýjum viðskiptavina með einföldum og öruggum ferlum
- Framkvæmt áreiðanleikakannanir og PEP-uppflettingar
- Sinnt KYC skyldum á einum stað
- Fengið umboð frá eigendum til að kalla eftir gögnum, reikningsyfirlitum og öðrum skjölum
Þannig tryggir þú hraðari afgreiðslu, meira öryggi og betri þjónustu við viðskiptavini þína.
Reynslan úr atvinnulífinu
Viðskiptavinir okkar finna strax fyrir ávinningnum:
„Eftir að við fórum að nota Taktikal hefur skilvirknin og sveigjanleikinn aukist margfalt. Það hefur verið stórkostlegur sigur að geta innleitt undirritanir og utanumhald þeirra með rafrænum hætti.“
– Pálína Árnadóttir, áhættu- og gæðastjóri Deloitte
Hagkvæmt fyrir alla
Þú getur byrjað á aðeins 2.900 kr. á mánuði og valið úr ólíkum tegundum undirritana sem henta þínum ferlum. Allt frá einföldum undirritunum í gegnum tölvupóst til undirritana með rafrænum skilríkjum.
Um Taktikal
Taktikal hjálpar fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla fyrir rafrænar undirskriftir. Lausnir okkar skila sér í:
- hraðari afgreiðslu
- hagkvæmri skjalaumsýslu
- minni rekstraráhættu
- betri upplifun viðskiptavina
Við erum teymi með mikla reynslu í stafrænum lausnum fyrir rafrænar undirskriftir, KYC og aðrar traustþjónustur.