Taktikal kynnir Standard undirskriftir. Í fyrsta skipti á Íslandi geta erlendir aðilar og innlendir nú skrifað undir sama skjalið án vandkvæða. Lausn Taktikal ber heitið Standard undirskriftir og er nú þegar aðgengileg öllum notendum Drop & Sign.
Standard undirskriftir gera viðskiptavinum Taktikal mögulegt að safna lagalega gildum undirskriftum frá alþjóðlegum aðilum sem ekki eru með rafræn skilríki á einfaldan hátt – og án þess að þurfa að vera með tvö aðskilin kerfi fyrir íslenska og erlenda undirritendur.
Hvernig virkja ég Standard undirskriftir?
Notendur með admin réttindi geta virkjað möguleikann á að nota Standard undirskriftir í app.taktikal.is.
1. Veljið „Stillingar“ efst í hægra horni.
2. Veljið flipann „Undirritanir“.
3. Smellið á flipann „Virkja Standard undirritanir" til að virkja Standard undirskriftir fyrir alla notendur í Drop & Sign.
Standard undirritun virkjuð í stillingum
Nánar um Standard undirskriftir
Undirrituð skjöl beint í skjalakerfið þitt💡
- Við bendum á að Taktikal býður upp á Rest API þjónustur fyrir bæði undirrituð skjöl og gagnasett sem má nota til að stofna mál sjálfkrafa í CRM lausnum.
- Við mælum sérstaklega með að viðskiptavinir sendi gögn beint í sín skjala- og málakerfi með vefþjónustum með þægilegum og öruggum hætti.
- Notendur með stjórnendaréttindi (e. admin) geta nálgast auðkennislykla fyrir API þjónustur á app.taktikal.is
Þjónustuver Taktikal
Hafir þú spurningar eða vanti þig aðstoð má hafa samband við þjónustuver Taktikal á netfangið hjalp@taktikal.is en einnig bendum við á https://taktikal.is/help þar sem má finna gagnlegar upplýsingar og senda inn beiðnir á þjónustuver Taktikal.