Rafræn undirritun stytti afgreiðslutímann um nokkra daga

Vörður tryggingar leituðu til Taktikal varðandi lausn þar sem hægt væri að sækja fullgild umboð rafrænt til viðskiptavina með rafrænum hætti og afgreiða þannig viðskiptavini strax.

Áskorunin

Fyrra ferli samanstóð af PDF skjali sem starfsfólk þurfti að fylla út og senda til viðskiptavina. Ferlið gat tekið allt að 1-3 daga og kallaði á töluverða vinnu og eftirfylgni hjá starfsfólki.

Kröfur Varðar fyrir nýtt umboðsferli

  • Lausnin styðji rafræn skilríki og fullgildar undirritanir samkvæmt eIDAS
  • Notendaupplifun einföld og hönnuð með snjalltæki í huga
  • Skjöl tilbúin til undirritunar og engin krafa um innskráningu hjá viðskiptavinum
  • Örugga undirritunarbeiðni mætti senda bæði í SMS og tölvupósti

Lausnin

Taktikal hannaði ferli í samstarfi við Vörð tryggingar þannig að sækja mátti ýmsar upplýsingar sjálfvirkt og starfsfólk gæti send beiðni um undirritun í gegnum einfalt viðmót sem starfsfólk Varðar hefði aðgang að.

Nýtt umsóknarferli var sett upp í Taktikal Smart Forms, en lausn Taktikal heldur utan umsóknarferlin og umgjörð samninga sem undirritaðir eru af viðskiptavinum. Ferlið var einnig endurhannað frá grunni með stuðning við snjallsíma í forgangi.

Einnig var sett upp vefgátt þar sem starfsfólk félagsins getur fylgst með framvindu einstakra undirritunarbeiðna auk þess sem kalla má fram tölfræði þar sem sjá má árangurshlutfall og svartíma við undirritunarbeiðnum.

Vörður fékk einnig aðgang að Taktikal API vefþjónustu til samþættingar við viðskiptamannakerfi félagsins. Vefþjónustan gerir félaginu kleift að kalla fram og senda undirritunarbeiðnir beint úr Navision með einföldum hætti. Niðurstöðurnar eru sláandi hvað varðar styttingu afgreiðslutíma og það hlutfall viðskiptavina sem hægt er að afgreiða strax.

Helstu niðurstöður

  • Stytting afgreiðslutíma úr 2880 mínútum í 3 mínútur
  • Mikil aukning á undirritunum í snjallsíma
  • Aukin skilvirkni hjá starfsfólki

Um verkefnið

Verkefnið var unnið af Taktikal í samstarfi við Vörð Tryggingar

Úr 2880 mínútum í 3 mínútur

“Undirritunarlausnir Taktikal hafa stytt afgreiðslutíma félagsins umtalsvert. Í sumum tilfellum frá tveimur dögum niður í þrjár mínútur! Innleiðing lausnarinnar hefur aukið hlutfall þeirra viðskiptavina sem hægt er að afgreiða strax ásamt því að veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu í takt við þeirra væntingar. Breytingin hefur einnig aukið skilvirkni hjá okkar starfsfólki. Ég get heilshugar mælt með lausnum Taktikal fyrir rafrænir undirskriftir.”

- Sverrir Scheving Thorsteinsson, Tæknistjóri Varðar Trygginga