Við höfum unnið hörðum höndum að nýju sjálfsafgreiðsluviðmóti fyrir Fill & Sign lausn Taktikal. Viðskiptavinir geta nú sjálfir sett upp eyðublöð fyrirtækja og stofnana á rafrænt form án aðkomu tæknifólks. Með Fill & Sign lausn Taktikal er PDF umsóknum og eyðublöðum breytt með sjálfvirkum hætti í rafræn eyðublöð sem má fylla út og undirrita rafrænt á þínu vefsvæði.
Í lausninni felst gríðarlegur tímasparnaður og bætt þjónusta. Notendur þínir þurfa ekki lengur að hala niður PDF eyðublöðum til að fylla út og jafnvel prenta til að skrifa undir og að lokum skanna til að geta sent í tölvupósti.
Fill & Sign Rafræn Eyðublöð eru aðgengileg öllum notendum með Business áskrift.
Nánar um Fill & Sign Rafræn Eyðublöð
Undirrituð skjöl beint í skjalakerfið þitt💡
- Við bendum á að Taktikal býður upp á Rest API þjónustur fyrir bæði undirrituð skjöl og gagnasett sem má nota til að stofna mál sjálfkrafa í CRM lausnum.
- Við mælum sérstaklega með að viðskiptavinir sendi gögn beint í sín skjala- og málakerfi með vefþjónustum með þægilegum og öruggum hætti.
- Notendur með stjórnendaréttindi (e. admin) geta nálgast auðkennislykla fyrir API þjónustur á app.taktikal.is
Þjónustuver Taktikal
Hafir þú spurningar eða vanti þig aðstoð má hafa samband við þjónustuver Taktikal á netfangið hjalp@taktikal.is en einnig bendum við á https://support.taktikal.is/ þar sem má finna gagnlegar upplýsingar og senda inn beiðnir á þjónustuver Taktikal.