Motus er leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sviði innheimtu og kröfustýringar með yfir 1.500 fyrirtæki í viðskiptum. Markmið fyrirtækisins er að stuðla að hreyfingu fjármagns og hjálpa viðskiptavinum sínum að stýra fjármálum sínum með því að tryggja öruggt og hratt fjárflæði. Motus sér um allt kröfuferlið fyrir viðskiptavini sína, frá stofnun til innheimtu.
Motus leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna og tryggja skilvirkni í eigin innri ferlum. Nýliðun viðskiptavina getur verið tímafrek og leitaði Motus til Taktikal til að endurhanna, einfalda og sjálfvirknivæða nýliðunarferlið fyrir litla og meðalstóra viðskiptavini.
Viðmælandi okkar er Sævar Már Þórisson, vörustjóri hjá Motus. Hann var einn af þeim sem leiddi innleiðingu Taktikal hjá Motus. Hann ber marga hatta í sínum störfum og er með glöggt auga fyrir því hvernig megi einfalda og sjálfvirknivæða ferla.
Áskoranir
Motus leggur áherslu á að starfsfólk sitt geti hreyft sig hratt, sinnt sínum viðskiptavinum af skilvirkni og veitt góða þjónustu. Áður, þegar nýir viðskiptavinir vildu bætast í hópinn, gat ferlið í heild tekið nokkra daga. Ferlinu fylgdi töluverð upplýsingaöflun frá viðskiptavini og þriðja aðila og oft þurfti umfangsmikil tölvupóstsamskipti áður en viðskipti gátu hafist. Verkefni viðskiptastjóra sem fylgdu því að fá inn nýtt fyrirtæki voru því oft á tíðum einhæf og endurtekningasöm.
Færri hindranir, einfaldara ferli
Ferlið er þannig í dag að allt er gert á netinu í einu flæði og áhugasamur viðskiptavinur getur deilt öllum nauðsynlegum upplýsingum á einum stað. Starfsfólk Motus tekur á móti beiðninni og getur strax hafist handa við að þjónusta viðskiptavininn. Enda eru þau með allar upplýsingar á einum stað, vottaðar og undirritaðar.
“Ferlar sem áður tóku jafnvel nokkra daga taka núna nokkrar mínútur og tilvonandi viðskiptavinir okkar geta skilað öllum nauðsynlegum gögnum á einu bretti.” - Sævar Már
Bæði Motus og viðskiptavinurinn hagnast
Með því að nýta SmartFlow lausnina frá Taktikal hefur Motus einfaldað og stytt nýliðunarferlið umtalsvert ásamt því að auka gæði upplýsinga frá tilvonandi viðskiptavinum. Með einfaldara ferli og bættum upplýsingum geta viðskiptastjórar Motus einblínt frekar á að veita viðskiptavinum sínum virðisaukandi þjónustu. Viðskiptavinir Motus geta því sannarlega stuðlað að hreyfingu og flæði fjármagns hjá sér.
“Ég veit að ef við værum að fara af stað í að sjálfvirknivæða fleiri ferla hjá okkur þá væri Taktikal fyrsta stopp. Taktikal hefur sýnt að gæði lausna eru framúrskarandi og sveigjanleiki við innleiðingu er til fyrirmyndar.” - Sævar Már
Hvernig Motus notar Taktikal
Motust nýtir SmartFlows lausnina frá Taktikal til að einfalda móttöku nýrra viðskiptavina. Viðskiptavinir geta nú sjálfir komið rafrænt í viðskipti á vef Motus. Í einu ferli er öllum nauðsynlegum upplýsingum safnað, þar á meðal upplýsingum um fyrirtækið sjálft, prókúruhafa og tengiliði. Ferlið er tengt við Fyrirtækjaskrá og helstu upplýsingar um fyrirtækið sóttar þaðan sjálfvirkt. Öllum umbeðnum upplýsingum er safnað saman, umsókn undirrituð og henni komið beint til viðskiptastjóra Motus sem geta samstundis byrjað að vinna úr henni.
“Innleiðingin sjálf gekk fljótt og áreynslulaust fyrir sig og Taktikal teymið brást hratt við og veitti framúrskarandi þjónustu. Lausnin sjálf er auðveld í notkun og þrátt fyrir að oft líði langur tími á milli þess sem ég nota lausnina er alltaf jafn auðvelt að setja upp og uppfæra ferli. ” - Sævar Már
Viltu skoða hvernig Taktikal getur hjálpað þér að sjálfvirknivæða ferla? Sendu okkur línu og við höfum samband.