Áminningar í SMS og tölvupósti og afhending rafrænna reikninga

Við kynnum nýja virkni er gerir viðskiptavinum kleift að senda áminningar með einum smelli í SMS eða tölvupósti. Þannig má með einföldum hætti minna á undirskriftir sem beðið er eftir.

Virknin er nú þegar aðgengileg öllum notendum Drop & Sign. Áminningar má senda beint úr færsluskránni þar sem notendur hafa yfirsýn yfir öll undirritunarferli og geta fylgst með hverjir eiga eftir að undirrita.

Í færsluskránni má einnig sækja skjöl með þeim undirritunum sem komnar eru á hverjum tíma. Einfalt er að bæta við undirskriftum í skjalið með því að stofna nýtt undirritunarferli, draga skjalið aftur inn í Drop & Sign og senda á nýja undirritendur.  

skjáskot áminning

Filter í leitarniðurstöðum ️️

Við höfum einnig bætt leitina í færsluskránni. Nú er hægt að filtera leitarniðurstöður eftir undirritunarbeiðnum er bíða undirritunar, undirritunarbeiðnum sem er ólokið og þeim sem er lokið.

filter í leitarniðurstöðum

Rafrænir reikningar

Nú geta notendur með stjórnendaréttindi (e. admin) sjálfir stillt tegund og afhendingu á reikningum fyrir sitt fyrirtæki. Hægt er að velja um hefbunda reikninga á PDF sniði eða rafræna reikninga senda með XML skeytamiðlun. Eftir að búið er að vista stillingar tekur breytingin sjálfkrafa gildi við næstu útsendingu reikninga.

Virknin er aðgengileg Drop & Sign notendum með admin réttindi.

Rafrænir reikningar - stillingar

Undirrituð skjöl beint í skjalakerfið þitt

Við minnum á að Taktikal býður upp á Rest API þjónustur fyrir nánast alla virkni í lausnum okkar. Við mælum sérstaklega með að viðskiptavinir sendi gögn beint í sín skjala- og málakerfi með vefþjónustum með þægilegum og öruggum hætti. Notendur með stjórnendaréttindi (e. admin) geta nálgast auðkennislykla fyrir API þjónustur á app.taktikal.is

Vissir þú

  • Að Taktikal les sjálfkrafa inn PDF eyðublöð og breytir þeim í rafræn ferli þar sem hægt er að safna upplýsingum og undirrita rafrænt.
  • Að Taktikal býður upp á onboarding ferli fyrir AML eftirlitsskylda aðila ásamt PEP/Sanctions uppflettingum.

Þjónustuver Taktikal

Hafir þú spurningar eða vanti þig aðstoð má hafa samband við þjónustuver Taktikal  á netfangið hjalp@taktikal.is en einnig bendum við á https://taktikal.is/help þar sem má finna gagnlegar upplýsingar og senda inn beiðnir á þjónustuver Taktikal.